Hafið Þennan Dag

by Hera

/
1.
Hafið þennan dag Hún synti aldrey fjær en augað sá. Ég var svo ákveðin og óreynd þá, ó jú, ég vissi að hún vildi mig.. Ég stökk, og gaf mig í hyldýpið Ég stökk, af stafni skips, ofaní hafið þennan dag Hafið... þennan dag, en enginn vissi það... Ég vissi alltaf hvað mig langaði, himin, loft og land mig fangaði en nú, nú er ég sjónum í. Engin tár, ég fann ekki fyrir því Ég stökk, af vilja og von, ofaní hafið þennan dag Hafið... þennan dag, Draumur minn rættist þar Ég syndi aldrey fjær en augað sér, ég veit þið horfið stundum eftir mér. Ó nei, ég vil hvorki sorg né tár því ég uppfyllti drauminn þá. þú stekkur, kanski út ofaní hafið þennan dag Hafið... þennan dag, en bara ef þú vilt það Bara ef þú vilt.. það
2.
Sit og vaki 03:20
Ég sit hérna og bíð eftir þér. þolinmæðin hún þreytist á mér. Bráðum kemur September, veist þú enn hvar ég er? Þú mig kysstir, ég brosti og hló, þú varst alltaf mín kyrrð og ró, þar til þú fórst á skip útá sjó. Mér var um og ó. Veist þú enþá að ég bíð? Kemur þú til mín? Hjartað brennur, sorg í sálinni, en ég sit, bara og vaki.. eftir þér. Margir mánuðir urðu svo ár. Ég sit enþá með uppþornuð tár, hjartað hangir og himininn grár, og í sálinni sár. Veist þú enþá að ég bíð? Kemur þú til mín? Hjartað brennur, sorg í sálinni, en ég sit, bara og vaki.. eftir þér. Í gegnum vindinn þú hvíslar að mér, “ef ég gæti þá væri ég hér, en aldan hún tók mig frá þér. Ástin, gefstu upp á mér.“
3.
Sönglausi Næturgalinn Tólfþúsund betlarar tötrum skrýddir tærast upp daglega í leit sinni að svanavatnshananum Og þeir strunsa í gegnum eldóradó án þess að stansa þótt nafnið sé letrað með eiðstöfum Líta ekki í kringum sig aðeins áfram ana þeir varpa öllum demöntum sínum og smarögðum fyrir svínin sem hæst rýta og þykjast þekkja hana þokunni hjúpaða leiðina að svanavatnshananum þeir fara daga þeir fara nætur þeir farast úr þreytu hundruðum saman og þúsundum þeir hrynja niður úr hungri pestum og hræin þau varða hana leiðina að svanavatnshananum en þótt hann loks finnist þar fæst ekki dropi - í firma og manntals og skattskránni skrá þeir þig Orfeus - því vandalar stálu eitt kvöldið krananum - þú ert krækt á samning og sérleyfishafinn er Morfeus -
4.
Myndin af þér Uppá vegg hangir mynd. Og hún er af þér. þú sést þar svo vel að hún yndisleg er... Í burtu ég bý, en þú ert alltaf hér. Og nálægur frá því ég man eftir mér... Tíminn, stendur kyrr... og augun mín, verða þurr... Ég sit hérna nú, og ég set mig á blað og sendi þér bréf svo Að þú munir að... Ég er ekki ein, því myndin af þér, hún hangir og horfir í augun á mér. Tíminn, stendur kyrr... og augun þín, verða þurr... Í lag og í ljóð, Þú sagðir mér frá... þú veist hvernig er og þú vissir það þá. Ég er ekki ein, því myndin af þér, hún hangir og horfir í augun á mér. Tíminn, stendur kyrr... og augun okkar, verða þurr..
5.
Eyrarröst 03:03
Eyrarröst Magnús og Emil, sigldu útá sjóinn í littlum trébát sem þeir áttu saman, hún var skírð eftir röstinni, Eyrarröst… Bára beið á bryggjunni og brosti blítt til þeirra þá var gaman, já þá var gaman, því fiskarnir flykktust að Eyrarröst... það eru djásn í sjónum djúpa, þeir synda silfri líkt. Krókar sett á sökku og síga í botn að krækja í. Brosandi blíðan, skínandi svífur sólin á himni, hún gælir við grjótið og geislarnir glampa á Eyrarröst… Lengst úti á hafi, himininn blíður breytir um skoðun, hann argar og emjar og þórdunur drynja við E yrarröst... það var nú fallegur bátur, já það var nú fallegur bátur. Emil tók nú aldrey mynd, en það var nú fallegur bátur það eru djásn í sjónum djúpa, þeir synda silfri líkt. Krókar sett á sökku og síga í botn að krækja í. Magnús og Emil, eldri nú eru. Magnús er afinn sem segir mér sögur um bátinn við bryggjuna.. Eyrarröst.... það var nú fallegur bátur… það eru djásn í sjónum djúpa, þeir synda silfri líkt. Krókar sett á sökku og síga í botn að krækja í.
6.
Kysstu mig Gosi Ég sit hérna í rökkri, og horfi á tunglið í blóma, og eilífðar púkinn hann öskrar í eyrað á mér! Farðu ekki að sofa Eltir þú eldinn? Hlustaðu á Gosa Kyssirðu kuldann? Klifraðu Hamrinn Hlauptu útí buskann og hataðu mig... hataðu mig Ég læt vatnið renna, og fylli svo baðið af blómum, og eilífðar engillinn hvíslar í eyrað á mér: Farðu ekki að sofa Eltir þú eldinn? Hlustaðu á Gosa Kyssirðu kuldann? Klifraðu Hamrinn Hlauptu útí buskann og elskaðu mig... elskaðu mig Ringluð og rugluð, ég veit ekki, var mig að dreyma? fla› gnýr frá korvilltri hugsun úr höfðinu á mér Ég neita að trúa þeir segja það sama en hversvegna svona ég öskra og hvísla Kysstu mig Gosi og segðu eithvað annað en Elskarðu mig Elskar þú mig? þegar birtir kemur svarið veist þú stelpa gott er vont og vont er gott. Það er gaman að reyna... Ég sit hérna í rökkri, og horfi á tunglið í blóma, og eilífðar engillinn hvíslar í eyrað á mér: Far›u ekki a› sofa Farðu ekki að sofa Eltir þú eldinn? Hlustaðu á Gosa Kyssirðu kuldann? Klifraðu Hamrinn Hlauptu útí buskann og elskaðu mig... elskaðu mig
7.
Ég kom í þorpið kvöld eitt um sumar 
klukkan tólf í miðnætursól
 Ég fékk herbergi upp á verbúð, það virtist í lagi
 með vask, borði og stól. Um morguninn gekk ég út á götuna að skoða 
sá gömul vélhræ liggja út á lóð.
 Ég sá hús sem áttu sögu og sum voru að deyja 
það seytlaði úr gluggunum blóð. Það er stelpa sem starir á hafið
 stjörf með augun mött. 
Hún stendur öll kvöld og starir á hafið 
stóreyg, dálítið fött. Ég sá hana dansa með döpur græn augu 
dansa líkt og hún væri ekki hér.
 Hún virtist líða um í sínum lokaða heimi
 læstum fyrir mér og þér. Hver hún var vissi ég ekki en alla ég spurði
 sem áttu leið þar hjá.
 Þar til mér var sagt að einn svartan vetur
 hefði sjórinn tekið manninn henni frá. Þetta er stelpan sem starir á hafið
 stjörf með augun mött.
 Hún stendur öll kvöld og starir á hafið
 stóreyg, dálítið fött. Þessi starandi augu, haust græn sem hafið 
ég horfði ofan í djúpið eitt kvöld.
 Þau spegluðu eitthvað sem aðeins hafið skildi
 angurvært, tælandi og köld. Uppi á hamrinum stóð hún og starði yfir fjörðinn
 stundum kraup hún hvönninni í.
 Þar teygaði hún vindinn og villt augun grétu
 meðan vonin hvarf henni á ný. Þetta sumar var fallegt, ég fékk nóg að vinna
 það fiskaðist og tíðin var góð.
 En ég stóð og hugsaði og starði út um gluggann 
um stelpuna sem var talin óð. Eina nótt hrökk ég upp í skelfingu og skildi
 hvað skreið um í hjarta mér.
 Það sem virtist í fyrstu bara forvitni hjartans 
hafði fundið ástina hér. Í stelpu sem starir á hafið
 stjörf með augun mött.
 Hún stendur öll kvöld og starir á hafið
 stóreyg, dáldið fött. Daginn eftir fór ég með fyrsta bílnum
 sem flutti mig suður á leið.
 Ég leit aldrei til baka, ég bölvaði í hljóði
 og í brjóstinu var eitthvað sem sveið. Er ég les það í blaði að bátur hafi farist
 þá birtist mynd í huga mér.
 Þar sem hún stendur og starir á hafið 
starir þar til birtu þver. Lag og texti: Bubbi Morthens
8.
Vegbúinn 03:12
Vegbúinn Þú færð aldrei að gleyma, þegar ferðu á stjá. Þú átt hvergi heima, nema veginum á. Með angur í hjarta og dirfskunnar móð. Þú ferð þína eigin ókunnu slóð. Vegbúi sestu mér hjá, segðu mér sögu já segðu mér frá, Þú áttir von nú er vonin farin á brott flogin í veg. du du du du. til þín, Lag/texti: Kristján Kristjánsson
9.
Dararamm 03:42
Átti sér ljóð, og leyndarmál. Leyndi því vel, við vissum ekkert þá. Borðaði blóm og stríddi stelpunum, og sagði ekki neitt - nema stundum Dararamm, dararamm, darararararamm darararararamm Dararamm, dararamm, dararamm darararararamm darararararamm Hún kunni það vel, að fela leyndarmál, hún veit það er best að segja engum frá, og enflá við skiljum ekki hvað það var... það sem að hún söng - svona stundum Dararamm˛... Við munum alltaf hennar breiða blíða bros, við vissum aldrey hver fékk hennar fyrsta koss og var þetta leyndarmálið leynda! það sem að hún söng - fyrir löngu! Dararamm... Ef það er til leið sem liggur ekki neitt, hún gekk hana beint, við fengum engu breytt og var þetta leyndarmálið leynda! Það sem að hún söng - fyrir löngu! ... Við munum alltaf hennar breiða blíða bros, við vissum aldrey hver fékk hennar fyrsta koss og var þetta leyndarmálið leynda! það sem að hún söng - fyrir löngu!
10.
Talað við gluggann Ég hef staðið við gluggann,
heyrt hann tala um komandi harðæri, nístandi él.
 Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara.
 Þegar þú kvaddir hvað ég skildi hann vel. Sumarið er farið, það fraus í hylnum.
 Eins og hvítt lín kom fyrsti snjórinn í nótt. 
Þrestirnir dansa á ísuðum línum 
en hér inni er allt stillt og rótt. Eldurinn í arninum með seiðandi skugga,
 spyr mig: Hvar er hún í nótt
s em var vön að halda um höfuð þitt og rugga 
þér blítt þar til allt var hljótt?
 Og ég get ekki,
og ég get ekki, 
og ég get ekki,
og ég get ekki,
svarað því. Ég hef staðið við gluggann,
heyrt hann tala, spurt hef ég hann:
 Sér hann þig þar sem þú ferð? 
Þakinn rósum, kaldur - vill ekki svara 
hvort ást til mín í hjartanu þú berð. Ég hef staðið við gluggann,
séð hann stara á norðanvindinn,
út í fjúkinu leika sér.
 Stundum heyri ég hlátur, í gólffjölum marra, 
hjartað tekur kipp en það er ekkert hér. Eldurinn í arninum ...
11.
Dimmalimm 03:47
Dimmalimm Það er eithvað sem heyrist, í svörtum skóm sem að gengur um götur, og syngur um Dimmalimm um dimmar lymskar nætur Er soldið hrædd við að heyrast, og er svo hljóð er hún gengur um götur, og syngur um Dimmalimm í takt við sína egin fætur.... Myrkfælin gengur ein um götu um dimma nótt því það er eina leiðin heim... hún hræðist skuggann sinn en hugsar afar hljótt er betra að verða ein af þeim? Það er eithvað sem hrærist, í hvítum snjó sem að læðist um götur, og hlustar á Dimmalimm og þekkir grimmar nætur Myrkfælin gengur ein um götu um dimma nótt því það er eina leiðin heim... hún hræðist skuggann sinn en hugsar afar hljótt er betra að verða ein af þeim? Horfumst við í augu, sem grámyglur tvær sú skal verða að steini sem á undan hlær segir Dimmalimm, og hleypur sem toga fætur Það er stelpa, sem hleypur í svörtum skóm niður götu, sem syngur, og kallar sig Dimmalimm hún sleit burtu skuggann við fætur... Myrkfælin gengur ein um götu um dimma nótt því það er eina leiðin heim... hún hræðist skuggann sinn en syngur ekki hljótt hún verður aldrey ein af þeim... ein af þeim... Dimmalimm... Dimmalimm...

about

Released in 2003 Skífan Iceland.

credits

released October 16, 2003

featuring Bubbi, Megas & KK

All songs written and performed by Hera* except the following:
track 4 - Sönglausi Næturgalinn by & featuring Megas
track 7 - Stúlkan sem starir á hafið by & featuring Bubbi
track 8 - Vegbúinn by & featuring KK
track 10 - talað við gluggan by Bubbi Morthens

2003 Skífan - Alda Music

license

all rights reserved

tags

about

Hera Iceland

Icelandic singer/songwriter, based in Christchurch New Zealand.. much more info at www.herasings.com or see videos at www.youtube.com/herasings

contact / help

Contact Hera

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Hera, you may also like: